Montes Alpha Special Cuvée Pinot Noir 2015

Vínin í Montes Alpha-línunni þarf líklega ekki að kynna, þau hafa verið eitt helsta tákn gæðavina frá Chile í á þriðja áratug. Það vekur því athygli þegar að það gerist eitthvað nýtt í línunni, eins og þegar skyndilega er kominn undirflokkur sem heitir Special Cuvée og er auðkenndur með svörtum miða – en Alpha-miðarnir hafa jú alltaf verið hvítir. Aurelio Montes hefur aldrei verið maður kyrrstöðu og Alpha Special Cuvée eru vín sem ætlað er að vera skrefinu fremri en Alpha-vínin, ekki síst með því að færa vínræktina sjálfa upp á svalari svæði.

Þetta vín kemur af þrúgum ræktuð hátt í hlíðum Aconcatua-dalsins, það er nokkuð dökkt af Pinot að vera, skógarber, brómber, negull, kryddað, mjúkt og ljúft, þægilega uppbyggt.

90%

3.199 krónur. Frábær kaup. Verulega flottur Pinot Noir, reynið t.d. með önd.

  • 9
Deila.