Bramito della Sala Chardonnay 2016

Bramito della Sala er Chardonnay-vín frá Sala-kastala eða Castello della Sala í hjarta víngerðarhéraðsins Orvieto í Úmbríu á Ítalíu. Þar hefur þekktasti vínframleiðandi Ítalíu, Piero Antinori, um rúmlega tveggja áratuga skeið framleitt vínið Cervaro della Sala sem segja má að sé hið hvíta flaggskip Ítalíu. Nokkur önnur vín eru framleidd undir merkjum Castello della Sala og er Bramito eitt af þeim.

Bramito var valið hjá okkur sem bestu hvítvínskaupin árið 2016 og þessi nýii árgangur er ekkert að slaka á gæðunum. Fölgult á lit, ávöxturinn í nefi sítrusmikill, þarna eru líka ferskjur og fíkjur, eikin nokkuð framarlega, hrein og svolítið sviðin. Þéttriðið, mjúkt og þykkt og nokkuð míneralískt.

90%

2.699 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir humar og annað topp sjávarfang.

  • 9
Deila.