Joya Vinho Leve 2016

Portúgal er að koma gífurlega sterkt inn þessa dagana og það frábært að sjá vín frá svæðum sem að hingað til hafa verið okkur hulin. Þannig er vínhúsið Casa Santos Lima með ræktun sína rétt norður af höfuðborginni Lissabon í héraðinu Estremadura. Þetta er gamalgróið fjölskylduvínhús sem tímarit á borð við Wine Spectator hata útnefnt sem bestu kaup í Portúgal.

Þetta hvítvín er mjög athyglisvert. Þegar að maður sér verðið og áfengisprósentuna eru fyrstu viðbrögð að þetta hljóti nú að vera eitthvað sull. En það er það svo sannarlega ekki. Þó svo að vínið sé einungis 9,5% að styrkleika og kosti einungis 1.299 krónur þá er þetta alvöru vín, virkilega vel gert. Ferskt með gulum eplum, sítrus og þroskuðum perum í nefi, áferðin létt perlandi, ágætlega þurrt, virkilega þægilegt.

80%

1.299 krónur. Frábær kaup. Ótrúlega gott miðað við verð. Líklega ódýrasta vínið sem að við höfum gefið fjórar stjörnur. Fordrykkur.

  • 8
Deila.