Glen Carlou Haven Cabernet Sauvignon 2014

Haven Cabernet Sauvignon kemur frá suður-afríska vínhúsinu Glen Carlou, en margir muna eflaust eftir vínunum þaðan frá þeim tíma er þau voru hluti af vínhúsasafni Hess-fjölskyldunnar sem var áberandi á íslenska markaðnum. Þetta er Cabernet í ódýrari kantinum frá Glen Carlou en ágætlega gerður og hefur mörg þeirra dæmikenndu einkenna sem maður tengir við suður-afrísk raðuvín. Dökkt, ávöxturinn dökkur, heitur, kryddaður, nær sultaður. Reykur, leður og töluverð jörð í nefi, mjúkt.

2.199 krónur. Mjög góð kaup. Mætti reyna með reyktu kjöti.

  • 7
Deila.