Louis Bouillot Pérle du Vigne Grande Reserve Brut

Louis Bouillot er vínhús í eigu Jean-Claude Boisset sem sérhæfir sig í framleiðslu á Crémant-vínum sem eru hin freyðandi vín Búrgundarhéraðsins. Þetta er raunar sama þrúgublanda og í kampavínum, Chardonnay og Pinot Noir og Crémant-vín og kolsýrugerjunin er í flösku rétt eins og í nágrannahéraðinu Champagne.

Þetta er fínlegt og fágað freyðivín, mildur sítrus í nefinu, sítróna og greip, gul þroskuð epli, freyðir fínlega og þægilega og vínið hefur mjúka og fínlega áferð.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Virkilega gott freyðivín á fínu verði.

  • 8
Deila.