Hess Cabernet Sauvignon 2014

North Coast er stórt og umfangsmikið víngerðarsvæði eða AVA norður af San Francisco í Kaliforníu en innan þess eru meðal annars þekkt héruð á borð við Napa, Sonoma, Mendocino og Lake. Þetta Cabernet Sauvignon-rauðvín frá Hess er vel gert Kaliforníuvín. Liturinn dökkur, í nefi heitur  og sólbakaður ávöxtur,  þroskuð sólber og bláber, mild eik í bland við ávöxtinn, smá kryddað, þarna er vanilla, mjúkt og þægilegt.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Með rauðu kjöti, gjarnan grilluðu.

  • 8
Deila.