Castello di Ama Chianti Classico 2014

Castello di Ama er eitt magnaðasta vínhús Toskana og það er mikið fagnaðarefni að vínin þaðan skuli nú aftur vera fáanleg á Íslandi eftir allnokkurt hlé. Vínið Ama er hins vegar algjör nýgræðingur á markaðnum hér enda kom það fyrst til sögunnar árið 2010 og hefur því ekki sést her áður. Ama er blanda úr nýjum klónum af Sangiovese sem ræktaðir eru á fjórum af helstu ekrum Castello di Ama, Bellavista, San Lorenzo, Casuccia og Montebuoni.

Þetta tignarlegur nýbylgju Chianti Classico, dökkrauður litur út í fjólublátt, dökk kirsuber, þurrkaðir ávextir, plómur í nefi, leður og mild krydd  lakkrís, vel strúktúrerað, kröftug tannín og fersk sýra.  2014 var ekki eitt af stóru árunum í Toskana en Ama er engu að síður mikið vín, með bestu Chianti-vínum sem okkur standa nú til boða.

90%
  • 9
Deila.