Domaine de la Baume Pinot Noir Rosé 2017

Domaine de la Baume er vínhús í Languedoc sem að við höfum áður kynnst ekki síst í gegnum hið afbragðsgóða rauðvín þess. Rósavín frá Baume er nú einnig fáanlegt, sem vel er þess virði að gefa gaum. Það er gert úr Pinot Noir þrúgunni sem er ansi óvenjulegt fyrir rósavín af þetta suðlægum slóðum (algengara að sjá slík vín t.d. frá Loire eða Þýskalandi) en það má hins vegar ekki gleyma því að hún unir sér víða vel, t.d. í efri hæðum Languedoc.

Vínið er fallega laxableikt og angan þess er fersk og lifandi, rauð ber, rifsberjahlaup og hindber í bland við sítrustóna, lime og greip. Ferskt, með skörpum og fínum ávexti í munni,

80%

1.999 krónur. Frábær kaup og góður sumarlegur fordrykkur.

  • 8
Deila.