Manon Cotes de Provence Rose 2016

Provence er franskt Miðjarðarhafshérað sem er þekkt fyrir margt og  má þar nefna náttúrufegurð, ólífuolíu, Rivíeruna og auðvitað rósavín. Þetta er það víngerðarhérað Frakklands sem leggur hvað mesta áherslu á rósavín og það löngu áður en þau komust í tísku um allan heim eins og nú er raunin. Manon er rósavín frá vínhúsinu Ravoire & Fils, það er hefur ljósan, fölbleikan lit út í appelsínugula tóna og er í dæmigerðri, ílangri Provence-flösku. Það hefur þétta angan með perum, þurrkuðum apríkósum og rauðum berjum, mjög þurrt og ferskt. Dæmigert og fínt Provence-rósavín.

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínasta sumarvín með léttum réttum.

  • 7
Deila.