Adega er vínsamlag bænda í þorpinu Vila Real í Douro-dalnum í Portúgal. Vínin af þessu svæði eru eitthvað það mest spennandi í evrópskri víngerð í dag og þeir hjá Adega eru framarlega í flokki, þetta er talið vera eitt besta vínsamlag þeirra Portúgala.
Vínið er dökkt á þótt örlítill þroska megi byrja að greina, heitur, sætur, sultaður og allt að því þurrkaður dökkur ávöxtur, sólber, kirsuber í blandi við kaffiangan og dökkt súkkulaði, nokkuð kryddað.
80%
2.489 krónur. Frábær kaup. Með saltfiski, ostum eða pottréttum.
-
8