Montespada Cannonau di Sardegna 2014

Sardinía er í miklu uppáhaldi hjá flestum Ítölum, þekkt fyrir einhverjar fegurstu strendur landsins, stórbrotið landslag og ferskt sjávarfang. Þar eru að sjálfsögðu líka ræktuð vín eins og á öllum öðrum svæðum Ítalíu en þau hafa ekki verið a gera mikið af því að rata hingað til lands, hvorki hvítu Vermentino-vínin eða rauðu Cannonau. Þó hefur eitt og eitt Sardiníu-vín skotið upp kollinum öðru hvoru eins og þetta Cannonau di Sardegna frá Montespada. DOC-svæðið Cannonau di Sardegna er víngerðarhérað sem spannar nær alla Sardiníu frá norðri til suðurs og vínin eru úr þrúgunni Cannonau sem er í raun sama þrúga og Frakkar nefna Grenache og Spánverjar Garnacha. Lengi var talið að hún hefði borist til Sardiníu frá Spáni en nú telja heimamenn sig jafnvel geta sýnt fram á að hún sé upprunninn á eyjunni.

Vínið er dökkrautt, yfirbragðið heitt og kryddað, dökk kirsuber, plómur, sveitalegt með nokkurri jörð, milt í munni.

70%

2.489 krónur. Góð kaup. Fínt pizzu og pastavín.

  • 7
Deila.