Escorihuela Gascon Sangiovese 2017

Bodegas Escorihuela er með elstu vínhúsum Mendoza í Argentínu en það var stofnað ári 1884 af Miguel Escorihuela sem nokkrum árum áður hafði flust frá Aragon á Spáni til Argentínu.  Fyrir um aldarfjórðungi eða svo keypti ein þekktasta vínfjölskylda Argentínu, Catena-fjölskyldan vínhúsið. Þetta rauðvín er gert úr þrúgu sem að maður sér sjaldan utan heimaslóðanna í Toskana nefnilega Sangiovese. Vínið er dökkt, ávöxturinn heitur, allt að því sultaður, þarna eru plómur og rauð ber, jarðarber, heitt í munni, mjúk tannín, jörð og málmur, ágæt lengd. Meira Mendoza en Sangiovese í karakternum.

80%

2.947 krónur. Mjög góð kaup. Athyglisvert og spennandi vín - með rauðu kjöti.

  • 8
Deila.