Umani Ronchi Casal di Serra 2017

Umani-Ronchi er vínhús sem framleiðir hágæða vín frá héruðunum Marche og Abruzzo og einhverjir muna eflaust eftir vínum á borð við Pecorino og Cumaro, að maður tali nú ekki um Casal di Serra, sem hér voru til í búðunum fyrir rúmum áratug. Nú eru þessi vín aftur að berast hingað, sem er fagnaðarefni.

Casal di Serra er gert úr þrúgunni Verdicchio á því svæði sem hún unir sér best nefnilega Castelli di Jesi sem teygir sig upp af bökkum árinnar Esino. Vínið er fölgult með mildri og þægilegra angan af ferskjum og sultuðum perum og sítrónubörk. Það er mjög ferskt og sýrumikið, sítrusávöxturinn heldur áfram í munni, sæt límóna og greip, þykkt, langt og örlítil þægileg beiskja í lokin.

90%

2.490 krónur. Með lax eða hvers vegna ekki kalkún.

  • 9
Deila.