Rioja-vínin frá Baron de Ley þekkja líklega flestir enda einhver traustustu vín sem í boði eru í vínbúðunum, standa fyrir sínu ár eftir ár. Vínið er dökkrautt, smá fjólubláir tónar, í nefinu krydduð angan, kókos áberandi, kaffi og safaríkur dimmrauður og heitur ávöxtur. Þykkur, kröftugur ávöxur í munni, míneralískt, töluverð jörð, tannískt en mjúkt, fersk og fín sýra vel strúkturerað vín sem á mörg góð ár framundan.
90%
2.799 krónur. Frábær kaup. Með öllu góðu rauðu kjöti.
-
9