Campo Viejo Gran Reserva 2012

Gran Reserva-vínin eru ein sterkasta hlið Campo Viejo-vínanna og 2011 er klassísk og fín Gran Reserva. Þetta var þurrt og sólrikt sumar í Rioja og vínin náðu góðum og djúpum þroska. Vínið er farið að sýna þroska í lit en á enn langt eftir. Þroskuð ber  og þurrkaður ávöxtur renna saman við tóbakslauf, kókós, vanillu og reyk, kryddað og margslungið, massívt og þykkt vín, kröftug, mjúk tannín, enn ferskt og lifandi.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup. Nautakjötsvín fyrir góðu steikurnar. Grillað Ribeye.

  • 9
Deila.