A. Bichot Savigny-les-Beaune „Les Peuillets“ 2014

Savigny-le-Beaune er þorp rétt norður af Beaune í hjarta Búrgunarhéraðsins. Það eru fyrst og fremst ræktuð rauðvín í þessari „appelation“ og alls er þarna að finna 22 ekrur sem flokkast sem Premier Cru. Þetta vín frá A. Bichot kemur frá einni slíkri og ber hún heitið „Les Peuillets“, ein af betri ekrum Savigny með legu í suð-suðaustur.

Vínið hefur fallegt, bjart og rautt yfirbragð, þroskuð rauð ber, skógarber og trönuber, í nefinu er líka skógarbotn og vínið hefur milt, kryddað, örlítið piprað yfirbragð. Eikin kemur betur í ljós í munni, vínið er nokkuð þétt, þykkt, þægilegt, en ekki mjög flókið. Hefur gott af því að standa opið í smá tíma. Berið fram við 18-20 gráða hita.

90%

4.889 kronur. Mjög góð kaup. Fínt vín með andarbringum eða lambakjöti.

  • 9
Deila.