Three Thieves Chardonnay 2016

Kalifornía er stórt og mikið vínræktarsvæði og það er eiginlega ekki hægt að líta á þetta sem eitt hérað. Kalifornía er auðvitað eitt af ríkjum Bandaríkjanna og framleiðir hvorki meira né minna en 81% af því víni sem gert er í Bandaríkjunum. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki þá væri það fjórða mesta vínframleiðsluríki í heiminum. Þannig að það er ekki hægt að alhæfa um kalifornísk vín. Engu að síður eiga þau sameiginlegt að þrúgurnar hafa þroskast undir kalifornískri sólinni og eru oftar en ekki með meiri þroska og hita en flest vín frá Evrópu.

Three Thieves er um flest hvítvín í svolítið týpiskum kalifornískum stíl, mikill sætur ávöxtur og töluverð eik.  Liturinn er gullinn og ávöxturinn er sætur og feitur, smjörkenndur, sætar, smjörsteiktar perur, ferskjur og hitabeltisávöxtur, vanillusykur. Mjúkt og feitt í munni og út í gegn, eikin gefur því sætt yfirbragð.

80%

2.490 krónur. Mjög góð kaup. Með sjávarréttum í sósu, kjúklingaréttum í rjómasósu, indverskum mat.

  • 8
Deila.