Adobe Syrah Reserva 2017

Vínhúsið Emiliana í Chile sem að framleiðir Adobe-línuna er einn stærsti framleiðandi lífrænna vína í heiminum og þar er að auki stundaður lífefldur eða “biodynamic” landbúnaður. Syrah er þrúga sem alltaf er að koma betur og betur í ljós hversu vel hentar aðstæðum í Chile. Þetta rauðvín er gert úr þrúgum frá Rapel sem er stórsvæði er nær til Colchagua og Calchapoal í miðdalnum suður af Santiago.

Þetta er hörkufínt og elegant Syrah vín, mildur og dökkur berjaávöxtur, bláber og krækiber, þægilega kryddaður, mildur pipar undir niðri og reykur, ferskur og fínn ávöxtur í munni, áferðin mjúk og þétt. Auðvitað er vínið enn afar ungt, þetta er 2017 árgangurinn og vínið hefur gott af því að standa í töluverðan tíma áður en þess er neytt.

80%

2.099 kronur. Frábær kaup. Með (kola)grilluðu lambi.

  • 8
Deila.