Öskrar á Svepp!

Nú þegar nokkrar vikur eru liðnar frá The Annual Beer Festival að þá eru samverks bjórar farnir að líta dagsins ljós.

Einn sá áhugaverðasti er bjór sem Borg Brugghús bruggaði með KCBC frá Brooklyn í New York. Um er að ræða skýjaðann IPA í hinum margrómaða „New England“ stíl nema að þessi notast við aðeins öðruvísi ger. Gerið sem um ræðir er hið svokallaða „Kveik“ ger en gerið hefur farið mikinn undanfarið en það á ættir að rekja til Noregs þar sem það hefur verið notað í ára raðir hjá heima- og sveitabruggurum. Það hefur aðeins borið í því undanfarið í tilraunabruggi hjá bandarískum brugghúsum þar sem það virðist henta IPA afskaplega vel.

KCBC í Brooklyn hefur verið að gera tilraunir með Kveik á undanförnum mánuðum. Samkvæmt Zack Kinney einum af eigendum KCBC sem staddur var hér á landi við bruggun bjórsins að þá er Kveik magnað ger þar sem það þolir mjög hátt hitastig og bjórinn virðist gerjast mun hraðar. Hann sagði að með þessu geri að þá gætu þeir bruggað IPA á 8-9 dögum.

„Öskrar á Svepp“ er ríkulega humlaður IPA en humlasamsetning er afar áhugaverð. Ásamt Mosaic og Citra sem eru afar vinsælir humlar í „New England“ IPA að þér er hér humallinn Cashmere í aðalhlutverki. Cashmere er kominn undan Simcoe og Northern Brewer og er tiltölulega nýr. „Öskrað á Svepp“ ber mikil einkenni Cashmere en í nefi má finna kókoshnetur, sítrónugras og mandarínu börk. Þessi lykt stingur örlítið í stúf miðað við venju þegar kemur að New England IPA og samkvæmt dómum íslendinga á untappd um bjórinn að þá virðast margir tengja það við gerið en það er mikill miskilningur. Á tungu má finna meiri kókos ásamt miklum sítrus tónum. Beiskja er afar lítil þrátt fyrir bragðmikinn IPA.

Þetta er afbrags bjór sem við mælum sterklega með.

Deila.