Escorihuela Gascon Extra Brut

Freyðivín frá Argentínu hafa ekki verið algeng í vínbúðunum en Argentína hefur náð góðum tökum á þeim eins og öðrum tegundum víngerðar. Þetta freyðivín frá Escorihuela Gascon, sem nú er í eigu Catena, styðst við þrúgur og aðferðir Champagne, blandan er Chardonnay og Pinot Noir og vínið er gert með hinni klassísku flöskugerjunaraðferð. Þetta er Extra Brut, það freyðir þægilega með mildum og fínum bólum, ávöxturinn er þroskaður og fínn, græn epli og sítrus en líka suðrænari ávextir og það hversu gefandi og mikill ávöxturinn er gæti alveg blekkt mann að þarna séu einungis 6,3 g af sykri í lítra. Þægilega míneralískt í lokin.

90%

2.816 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.