Marchese Antinori Chianti Classico Riserva 2015

Chianti Classico vínið Marchese Antinori hefur eins og mörg af vínum Antinori verið að taka breytingum á síðustu árum. Lengi vel gekk það undir nafninu Tenuta Marchese Antinori en frá árinu 2011 eru eingöngu notaðar þrúgur í vínið af hinnið goðsagnakenndu Tignanello-ekru Antinori-fjölskyldunnar í San Cisciano í hjarta Chianti Classico. Og óneitanlega minnir vínið töluvert á stórabróðurinn Tignanello í stílnum, það er ekkert ósvipað því víni eins og það var fyrir nokkrum árum. Sem er ekki leiðum að líkjast.

Liturinn er djúpur, dökkur og þéttur, dimmrauður, í nefinu þroskuð dökk kirsuber og sólberjaangan, dökkristaðar kaffibaunir og leður, ristaður viður, ristuð krydd og hjörð, strúktúrinn er tignarlegur, tannín kröftug og þétt og vínið hefur ferska og vína sýru sem veitir því ferskleika. Magnað vín!

100%

4.599 krónur. Frábær kaup, einhver bestu kaupin í búðunum í dag. Með ítölskum mat að sjálfsögðu og ekki síst góðum nautasteikum, s.s. T-Bone eða Porterhouse.

  • 10
Deila.