Chateau Goumin 2016

Chateau Goumin er eitt af mörgum vínhúsum André heitins Lurtons. Rétt eins og heimili Lurtons Chateau Bonnet er það staðsett á Entre-deux-Mers svæðinu og rauðvínið er blanda til helminga af Cabernet Sauvignon og Merlot. Flestir tengja Bordeaux við tignarleg og rándýr vín en eftir sem áður er megnið af vínum sem koma frá Bordeaux ódýr og aðgengileg. Goumin er á einstaklega góðu verði miðað við Bordeaux og það er afbragðsgott að auki.

Liturinn er unglegur, út í fjólublátt og angan vínsins er björt, sætar plómur, krækiber og sólber, örlítið kryddað. Komið í munninn er það mjúkt og þægilegt, mild tannín og þægilegur, þykkur berjaávöxtur.

80%

2.395 krónur. Frábær kaup. Virkilega nettur og fínn Bordeaux. Vín sem fellur vel að flestum mat.

  • 8
Deila.