Jólalegur piparmyntuís

Piparmyntu-brjóstsykur hefur löngum verið tengdur jólunum ekki síst rauður og hvítröndóttur brjóstsykur í laginu eins og göngustafur. Þennan sið má rekja aftur til Þýskalands þar sem hann byrjaði að festa sér rætur fyrir mörgum öldum. Líklega var lögun brjóstsykursins upphaflega ætlað að minna á stafi fjárhirðanna sem gættu vöggu jesúbarnsins í Betlehem.

Stafa-brjóstsykrarnir urðu síðar vinsælt jólatrésskraut í Bandaríkjunum og siðurinn breiddist út um heiminn í gegnum kvikmyndir og ljósmyndir.

  • 2 dl mjólk
  • 2dl sykur
  • 4 dl rjómi
  • 1 poki Bismarck piparmyntu brjóstsykur (mulinn)
  • 1 1/2 dl litlir súkkulaðidropar
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk piparmyntudropar
  • klípa af sjávarsalti

Blandið saman mjólk, rjóma, sykur, dropunum og salti og þeytið þar til að sykurinn hefur leysts alveg upp. Setjið ísvél og látið ísinn kólna niður. Rétt áður en hann fer að stífna alveg er muldum brjóstsykrinum og súkkulaðidropunum bætt saman við. Við höfum notað Hershey’s súkkulaðidropa sem eru litlir og fínir en það er líka hægt að saxa niður súkkulaði að eigin vali í litla bita.

Setjið í form og geymið í frysti.

Ef þið eigið ekki ísvél er súkkulaði og muldum brjóstsyk blandað út í eftir að þið eruð búin að þeyta, setjið í skál eða form og í frysti. Best er að nota lokaða skál eða form sem hægt er að snúa nokkrum sinnum á meðan að ísinn er að setjast í frysti.

Deila.