Ariyanas Tinto 2018

Ariyanas eru athyglisverð frá vínhúsinu Bodegas Bentomiz í innsveitum Malaga í Andalúsíu á Suður-Spáni. Þar vaxa gamlir vínviðarrunnar í nær þúsund metra hæð yfir sjávarmáli en í þetta vín eru notaðar þrjár þrúgur, þær Merlot, Tempranillo og Cabernet Franc. Vínið er rauðfjólublátt, liturinn þéttur og nokkuð djúpur, í nefninu má greina plómur, berjabúðing, dökk kirsuber, það er þurrt og ferskt með tannínum sem strjúka góminn í lokinn.

90%

3.995 krónur. Mjög góð kaup.

  • 9
Deila.