Ariyanas Seco Sobre Lias Finas 2017

Við fjölluðum nýlega um rauðvín Ariyanas frá Bodegas Bentomiz sem framleiðir vín á Sierra de Malaga-svæðinu í Andalúsíu á Spáni. Þetta er hvíta systurvínið, gert úr þrúgunni Moscatel de Alejandria. Þetta er karaktermikið vín, mjög arómatískt og eflaust ekki allra, en vel gert er það. Fölgult, í nefinu þurrkaðar apríkósur, lyche, ylliblóm, mjög þurrt, míneralískt og ferskt.

90%

3.916. Mjög góð kaup.

  • 9
Deila.