Les Hauts de Bel Air 2016

Les Hauts de Bel Air er Bordeaux-vín frá Sichel með áherslu á ávöxt ekki eik. Merlot ríkjandi með smá viðbót af Cabernet. Dökkt út í fjólublátt á lit, í nefi bláber og dökkur ávöxtur, létt og einfalt, sýrumikið, fínasti Bordeaux í sínum verðflokki. Leyfið víninu að opna sig, t.d. með snarpri umhellingu.

70%

2.295 krónur. Ódýr og ágætlega snotur Bordeaux.

  • 7
Deila.