Ventisquero er ein af mörgum athyglisverðum víngerðum sem hafa verið að líta dagsins ljós í Chile síðustu árin. Vínhúsið er stofnað 1998 og hafa vínin verið að vekja vaxandi athygli. Grey Single Block Cabernet Sauvignon er ágætis dæmi um Chile-Cab. Dökkt á lit, örlítill byrjandi þroski, plómur og sólber, ferskar kryddjurtir, mild eik, tannískt og sýrumikið.
80%
2.997 krónur. Frábær kaup.
-
8