Ketóvænt pasta

Pasta er eitt af því sem margir er fara á ketó eða lágkolvetnafæði sakna hvað mest að geta ekki fengið sér og vissulega er erfitt að finna eitthvað sem kemur í staðinn fyrir það. Auðvitað má skera niður kúrbít í spagettíræmur eða nota kúrbít eða eggaldin sem pasta-plötur fyrir lasagna. Það er hins vegar ekki „pasta“.

Í þessari uppskrift reynum við að koma eins nálægt því og við getum að gera pasta sem er ketóvænt – gerum það með mjög svipuðum hætti og venjulegt eggjapasta nema hvað að í stað venjulegs hveitis notum við möndluhveiti og kókoshveiti. Þar sem þetta er glútenlaust þurfum við líka

  • 100 g möndluhveiti
  • 25 g kókoshveiti
  • 2 tsk Xanthan Gum
  • 2 tsk salt
  • 2 egg
  • 1 msk Eplasíder-edik

Byrjið á því að hræra þurrefnin saman, möndluhveiti, kókoshveiti, Xanthan Gum og salt. Blandið næst ediki og eggjum saman við og mótið stóra kúlu. Ef þarf meiri vökva má setja matskeið af vatni saman við. Setið plastfilmu utan um kúluna og geymið hana í ísskáp í hálftíma, klukkutíma.

Takið pastkúluna út. Nú þarf að ákveða hvaða form pastað á að vera. Það er auðvelt að fletja það út með pastavél eða kökukefli í þunnar plötur sem siðan eru sneiddar niður í tagliatelle. Notið smá kókoshveiti til að auðvelda vinnslu á deiginu.

Þá hentar líka mjög vel fyrir þetta deig að gera úr því orrechiette, hið hefðbundna pasta Púglíu. Skerið kúluna í 3-4 búta og mótið úr því sívalar lengjur. Skerið lengjurnar niður í litlar skífur og þrýstið með þumalputtanum á hverja skífa þannig að úr verði lítið pastarera eða orechiette.

Með því að smella hér sjáið þið myndleiðbeiningar af því hvernig orechiette er gert. 

Það er síðan mikilvægt að muna að þetta pasta þarf að elda öðruvísi en hefðbundið pasta. Við sjóðum það ekki því þá verður það maukkennt. Það er best að steikja á pönnu í blöndu af smjöri og olíu þar til það byrjar að taka á sig lit.

Notið síðan eins og venjulegt past með uppáhaldspastasósunni ykkar – t.d. pasta með ítölskum pylsum og rósmarín sem er einn af uppáhaldspastaréttunum okkar.

Deila.