Lamberti Prosecco Extra Dry

Prosecco-freyðivínin ítölsku hafa notið mikilla vinsælda í bæði Evrópu og Bandaríkjunum á síðustu árum enda eru þau oftar en ekki bæði á hagstæðu verði og þokkafull og neysluvæn. Þá má eflaust tengja þessar vinsældir að einhverju leyti við vinsældir drykkja á borð við Aperol Spritz sem Prosecco er jú nauðsynlegur hluti af. Þetta er hið prýðilegasta Prosecco frá Lamberti, freyðir þétt og þægilega og í nefinu sætar, þroskaðar perur og gul epli,  þurrkaður sítrónubörkur, ferskt og þægilegt, ávöxturinn bjartur með mildri sætu án þess að vínið verði á nokkurn hátt væmið.

70%

1.999 krónur. Frábær kaup. Mjög ljúft og þægilegt Prosecco, vel kælt sem fordrykkur með súkkulaðihúðuðum jarðarberjum.

  • 7
Deila.