Gljáðar grillaðar gulrætur

Gulrætur eru frábært meðlæti með flestum grlllmat og um að gera að grilla þær líka.

  • Gulrætur
  • 1 dl balsamikedik
  • 1 dl ólífuolía
  • 1/2 dl sojasósa
  • 1 msk púðursykur
  • 1 msk fínt saxað ferskt rósmarín
  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1 msk rifinn engiferrót
  • salt

Pískið saman balsamikediki, olíu, sojasósu, púðursykri, rósmarín, hvítlauk og engifer í skál.

Snyrtið gulræturnar til, skerið þær í tvennt langsum og veltið upp úr blöndunni. Saltið.

Grillið á miðlungshita þar til að gulræturnar eru orðnar mjúkra og eldaðar í gegn. Bætið aftur saman við löginn og veltið upp úr.

Gott er að sáldra fínt söxuðum graslauk, rósmarín eða steinselju yfir.

Deila.