Adega er vínsamlag bænda í þorpinu Vila Real í Douro-dalnum í Portúgal. Vínin af þessu svæði eru eitthvað það mest spennandi í evrópskri víngerð í dag og þeir hjá Adega eru framarlega í flokki, þetta er talið vera eitt besta vínsamlag þeirra Portúgala.
Þetta er dökkt og sólbakað vín, ávöxturinn er heitur, sætur og kryddaður. Þroskaðar plómur, nánast út í sveskjur og svört ber, lakkrís og vanilla, eikin nokkuð áberandi. Kröftug tannín en all mjúk, langt með þykkum, þurrkuðum, sætum ávexti.
80%
2.498 krónur. Mjög góð kaup. Með til dæmis pottréttum eða bragðmiklum ostum.
-
8