Keto rauðkál

Rauðkál er hjá mörgum ómissandi meðlæti hvort sem er með hátíðarmatnum, villibráðinni, sunnudagssteikinni og svo mörgu öðru. Fyrir þá sem eru lágkolvetnafæði eða ketó er rauðkálið því einmitt eitt af því sem erfitt er að sleppa. Það er hins vegar hægur leikur að gera heimatilbúið rauðkál sem uppfyllir kröfur slíks mataræðis og gefur hinu hefðbundna ekkert eftir. Það gott að það má líka nota það þó maður sé ekki á ketó en vill skera niður hitaeiningarnar úr sykrinum.

  • 1 lítill rauðkálshaus (ca 1 kíló)
  • 100 g Sukrin Gold
  • 1,5 dl balsamikedik
  • 6-8 negulnaglar
  • ólífuolía
  • smjör
  • salt

Byrjið á að grófsaxa rauðkálið. Saxið síðan varlega í matvinnsluvél, Hitið olíu á pönnu (einnig er hægt að nota pottjárnspott) á rúmlega miðlungshita ásamt 1-2 msk af smjöri og mýkið rauðkálið í fimm mínútur eða svo.  Bætið þá ediki saman við og hrærið vel saman. Við notum yfirleitt milt balsamikedik en þá má lika nota t.d. eplaedik, sérríedik eða hvítvínsedik.  Bætið næst Sukrin Gold og negulnöglum saman við. Látið malla á vægum hita í 45 mínútur að minnsta kosti. Bragðið til með salti.

Deila.