Graham’s Late Bottled Vintage Port 2015

Late Bottled Vintage Port oft nefnd LBV eru árgangsvín sem eru síuð og sett á flösku fjögurra til sex ára gömul og þroskast þá ekki frekar. Yfirleitt eru þetta vín í mjög háum gæðaflokki sem eru notuð í LBV. Þau urðu fyrst til á sjötta áratug síðustu aldar þegar vínhúsin sátu uppi með meira magn af víni í Vintage-gæðum en þeim var heimilt að nota í Vintage. Hver árgangur af Vintage má ekki vera meira en 72 þúsund lítrar (sem er ein risastór áma) og því var afgangurinn notaður í LBV. Síðan hafa þessi vín öðlast fastan sess. Graham’s er eitt af klassísku portvínshúsunum og stíll hússins er fágaður og elegant. Nefið er heitt og sætt, bláberjasulta, sveskjur, súkkulaði, það er sætt og þægilegt í munni, þykkur, dökkur og kryddaður ávaxtamassi.

90%

5.099 krónur. Frábær kaup. Þetta er vínið fyrir súkkulaði eða bragðmikla osta.

  • 9
Deila.