
Rósavínið Cote de Roses kemur líkt og önnur vín framleiðandans Gerard Bertrand frá franska Miðjarðarhafssvæðinu languedoc. Þetta er blanda úr þremur þrúgum, Cinsault, Grenache og Syrah, allt rauðar þrúgur sem eru mikið ræktaðar á þessu svæði. Þetta er mjög vandað og fínt rósavín, liturinn ljós, laxableikur og rauð ber einkennandi fyrir angan vínsins, ekki síst jarðarber og hindber, gúmmíhlaup. Það hefur fína fyllingu og ferska sýru, fínasta „pallavín“ en einnig hið prýðilegasta matarvín, t.d. með grilluðum laxi, bleikju eða jafnvel kjúkling.
80%
2.799 krónur. Frábær kaup.
-
8