Muga Rosado 2020

Rioja-húsið Muga kannast flestir við vegna frábærra rauðvína. Það er hins vegar allt sem frá þessu vínhúsi kemur í hæsta gæðaflokki og það á svo sannarlega við um þetta rósavín, sem er blanda úr þrúgunum Garnacha og Viura. Liturinn er föllaxableikur, minnir helst á bestu rósavín Suður-Frakklands, í nefinu mildur rauður berjaávöxtur, jarðarber og rifsberjahlaup sem fléttast saman við sæta blómaangan, í munni er vínið þurrt með ferskri og þægilegri sýru, ávöxturinn er þéttur og langur, þægileg selta í lokin. vínið hefur meiri dýpt en flest rósavín og er frábært matarvín, ekki bara að sumri til.

90%

2.899 krónur. Frábær kaup, eitt allra besta rósavínið sem hér er í boði. Með spænskum smáréttum, hráskinsku, chorizo, Manchego. Frábært með paella og jafnvel grilluðum kjúkling.

  • 9
Deila.