1884 President’s Blend 2018

Malbec-vínin argentínsku hafa eignast marga unnendur hér á landi á síðustu árum enda er nánast eins og þessi vín séu sérhönnuð fyrir stórar og safaríkar steikur. President’s Blend er topp-Malbec (í blöndunni er líka Cabernet Sauvignon og Syrah) frá Bodegas Escorihuela sem er með elstu vínhúsum Mendoza. vínið liggur rúmt ár á nýjum eikartunnum, bæði úr amerískri og franskri eik, sem setur mark sitt á vínið. Liturinn djúpur, þéttur, svarfjólublár. ´Þetta er stórt og mikið vín, þykkur berjasafinn er djúpur og sætur, bláber og sólber, angan af sólbökuðum villtum kryddjurtum, fennel, lavender og vanilla. Flauelsmjúkt og feitt í munni með langan endi og næga sýru til að halda víninu uppi og veita því ferskleika.

100%

5.992 krónur. Frábær kaup. Hörkuvín fyrir góðar ribeye og Tomahawk-steikur. Villibráð.

  • 10
Deila.