Domaine la Baume Sauvignon Blanc 2020

Domaine de la Baume er vínhús í Languedoc-Rousillon í Suður-Frakklandi þar sem ræktaðar eru helstu alþjóðlegu þrúgurnar á einum 170 hektörum. Languedoc er auðvitað eitt heitasta og sólríkasta víngerðarsvæði Frakklands og það endurspeglast vel í þessum víni, þetta er frekar suðrænn Sauvignon fullt af sætum sítrus og hitabeltisávexti, greip, ferskjum og melónum, auk ilms af blómaengi. Það er ferskt og aðgengilegt, míneralískt með mildri seltu í lokin .

Frá því við smökkuðum vínið síðast er það líka komið með skrúfaðan tappa, sem hentar víni sem þessu afskaplega vel.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Pottþétt með austurlenskum mat, t.d. indverskum.

  • 8
Deila.