Douro-dalurinn í Portúgal, austur af borginni Oporto, hefur lengst af verið þekktur fyrir port´vínin enda eru þau líklega þekktasta útflutningsafurð þeirra Portúgala. Á síðari árum hefur Douro hins vegar einnig átt vaxandi hylli að fagna fyrir rauðvínin sín, sem gerð eru úr sömu þrúgum og styrktu vínin. Adega er vínsamlag bændanna í dalnum og eru yfirleitt einkennandi fyrir stíl héraðsins. Premium er einmitt blanda úr Tinta Roriz (sem heitir Tempranillo á Spáni), Touriga Franca og Touriga Nacional. Dimmrautt, út í svarblátt, ungur og kröftugur svartur berjaávöxtur, plómur, nánast út í sveskjur, krydduð eik, með vanillu og smá kókos. Ungt og ágætlega ferskt í munni, ávöxturinn bjartur, tannín mjúk.
2.947 krónur. Frábær kaup. Með lambi og kryddjurtum.
-
8