Barons de Rothschild Brut

Rothschild-fjölskyldan kemur víða í sögu og teygir sig í marga anga. Þrír armar hennar sem eiga þrjú frábær chateau í Bordeaux, húsin Lafite, Mouton og Clarke tóku höndum saman fyrir einum og hálfum áratug við framleiðslu á kampavíni undir merkjum Rothschild. Var þetta í fyrsta skipti sem að þessir þrír angar fjölskyldunnar áttu með sér samvinnu í víngerð.  Fyrsta skrefið var að festa kaup á kampavínshúsinu Maison Prieur í Vertus og framleiða undir merkjum Barons de Rothschild. Smám saman hafa Rothschildarnir verið að bæta við ekrum og kaupa einnig inn þrúgur frá vínbændum. Í blönduna eru notuð þriggja til fjögurra ára gömul Chardonnay og Pinot Noir vín.

Vínið er fölgult, þétt, hressileg og fín freyðing. Í nefinu þurrkaðar ferskjur, sítrus, kex og brioche. Klassískt kampavín með tignarlegan strúktúr.

90%

9.200 krónur. Mjög góð kaup.

  • 9
Deila.