Chateau Haut-Chaigneau 2015

Bordeaux er oft í tali skipt upp í tvö meginsvæði, vinstribakkann og hægribakkann þar sem vinstribakkinn er Médoc-skaginn þar sem Cabernet Sauignon er ríkjandi í vínunum hinum megin við fljótið Gironde má svo finna hægribakkann þar sem Merlot er í aðalhlutverki. Þekktust á hægribakkanum er svæðin Saint-Emilion og Pomerol en þar er einnig að finna nokkur svæði á jaðri þeirra sem eru ekki eins þekkt en vínin geta engu að síður verið afbragðsgóð og að auki ódýrari en þau frá stóru nöfnunum.

Lalande-de-Pomerol er eitt þeirra, svæði norður af sjálfu Pomerol. Þau eru áþekk að stærð, vínekrur rúmlega 1000 hektarar á hvoru þeirra. Chateau Haut-Seigneau er eitt af meginhúsum svæðisins. Chatonnet-fjölskyldan tók við því í niðurníðslu fyrir rúmri hálfri öld og ekrur og víngerð gengu í endurnýjun lífdaga í kjölfarið. 2015 árgangurinn er með þeim allra bestu síðustu árin á svæðinu, eitt heitasta og sólrikasta sumar sögunnar.  Þetta vín er á toppnum þroskalega séð núna. Það er byrjandi þroski í litnum og nefið er sætt, kryddað og aðlaðandi. Plómu- og berjasulta rennur saman við sætan kókos, villibráð og leður, . Þykkt, langt og einstaklega mjúkt í munni. Algjört sælgæti. Drekkið næstu fimm árin.

90%

4.499 krónur. Frábær kaup. Með önd og nauti. Með villibráð.

  • 9
Deila.