Bailly Lapierre Ravizotte Extra Brut

Crémant du Bourgogne er samheiti freyðivína frá Bourgogne sem oftar en ekki eru með bestu kaupum sem hægt er að gera.  Bailly-Lapierre er  framleiðandi í þorpinu Bailly í norðurhluta héraðsins. Þetta er nágrannasveit Champagne og þrúgurnar því ekki bara þær sömu og ræktaðar eru í Champagne (það er Pinot Noir og Chardonnay) heldur aðstæður allar einnig mjög svipaðar. Þar sem  sama aðferð er notuð við gerð freyðivínsins og í Champagne verður útkoman oft mjög góð.

Við kíktum við í hinn einstaka kjallara Bailly, Cave de Bailly, sem er í berghelli þar sem lengi var stundað grjótnám. Lesa má um þá heimsókn hér.

Bailly Lapierre Extra Brut er að okkar mati með bestu freyðivínum hússins, þetta gæti verið ungt kampavín en kostar eins og freyðivín. Fölgult, þétt freyðing, í nefinu kremkex og ger, sítrusbörkur, límóna, löng og flott ending. Hörkufreyðivín.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup. Kampavínsgæði á freyðivínsverði.

  • 9
Deila.