Tramari Rosé di Primitivo 2020

Sumarið er tími rósavínanna og Tramari er eitt þeirra sem full ástæða er til að huga að. Það kemur frá vínhúsinu San Marzano í Púglía, syðst á Ítalíu og gert úr Primitivo-þrúgunni, helstu rauðvínsþrúgu þeirra Ítala. Fagurbleikt með ferskri, sætri ávaxtaangan, jarðarber, rauð epli, rósablöð, ferskt og þétt.

80%

2.990 krónur. Frábær kaup. Með léttum forréttum, t.d. ítölskum antipasti.

  • 8
Deila.