Escorihuela Gascon Sangiovese 2019

Það er ekki oft sem að maður rekst á þrúguna Sangiovese utan heimahagana í Toscana á Ítalíu – hvað þá í Mendoza í Argentínu. Þar hafa nokkur af þekktari vínhúsum landsins hins vegar verið að veðja á að argentínskur Sangiovese kunni að eiga erindi ekki síst á útflutningsmarkaði.
Þetta er kröftugt vín, langt frá því að vera ítalskt í stílnum, farið að sýna nokkurn þroska í litnum þrátt fyrir að vera þetta ungt, komnir brúnleitir tónar. Í nefinu kryddaður, heitur og dökkur ávöxtur, lakkrís og þroskamerki á borð við soja. Þykkt með mjúkum tannínum.

3.196 krónur. Góð kaup. Áhugavert vín.

  • 8
Deila.