Tbilvino Rkatseteli 2020

Rkatseteli er líklega þrúga sem fæstir hafa heyrt nefnda, hvað þá smakkað. Engu að síður hefur hún verið ræktuð í árþúsundir í Georgíu og er vinsælasta hvítvínsþrúgan þar í landi. Georgía við Svartahaf hefur ekki verið mikið á vínkortinu hjá okkur til þessa en þetta er með elstu víngerðarríkjum veraldar, á sér ríkar hefðir en er jafnframt að nútímavæða sig og horfa í auknum mæli til alþjóðlegra markaða. Það er fölgult á lit, þurr sítrusangan, græn epli, hvít blóm piprað, mjög þurrt, ferskt. Springur út með mat.

80%

2.633 krónur. Mjög góð kaup. Með bleikju eða laxi.

  • 8
Deila.