Louis Jadot Chablis 2021

Jadot er bæði einn stærsti eigandi vínekra í Búrgund, á samtals um 60 hektara af ekki síst Premier Cru og Grand Cru-ekrum,  og er einnig það sem kallað er négociant, þ.e. vínhús sem kaupir þrúgur af vínræktendum, allt frá Beaujolais í suðri til Chablis í norðri. Þetta er mjög ungur Chablis, ávöxturinn er ríkjandi en það sem vantar enn í komplexitet vinnur vínið upp með ljúffengleika. Bjartur og sætur sítrus, lime og greip, þroskaðar ferskjur, mjög arómatískt, létt kryddað, þurrt með ferskri og fínni sýru. Algjört sjamatröll.

90%

3.999 krónur. Frábær kaup. Með graflax, með kalkún.

  • 9
Deila.