Veisluréttirnir á gamlárskvöld – kalkún og önd

Kalkúnn og önd eru vinsæll veislumatur og margir sem velja annan kostinn þegar halda á matarboð á gamlárskvöld.

Kalkúnar eru til í mismunandi stærðum og því hentugt að geta valið þá stærð af fugli sem að hentar fjölda matargesta. Ef fuglinn er eldaður heill er yfirleitt notuð fylling og margvíslegt meðlæti borið fram með. Hér eru tvær uppskriftir að heilum máltíðum með öllu.

Það er í sjálfu sér ekki mikið mál að elda heilan kalkún – það tekur aðallega tíma. Mörgum finnst því þægilega að nota einungis bringurnar. Hér eru tvær hugmyndir:

Andarbringur eru ekki síður vinsælar en það er hægt að frá frosnar íslenskar eða franskar bringur í flestum stórmörkuðum. Bringurnar eru alla jafna eldaðar sér og það er auðveldara en flestir halda.

Meðlætið og ekki síst sósan eru síðan lykilatriðið og oftar en ekki er einhvers konar ávaxtasósa notuð, t.d. með kirsuberjum, appelsínum eða öðru þar sem sýra og sæta mætast. Hér eru nokkrar góðar uppskriftir af önd: 

Svo má auðvitað elda heila önd og fylla hana að hætti Dana.

VÍNIÐ MEÐ

Önd er ekki bara frábær veislumatur heldur afskaplega „vínvænn“ matur rétt eins og gott nautakjöt. Hér má hæglega grípa til bestu rauðvínanna. Bordeaux er auðvitað klassískt en það er líka frábær samsetning að velja rauðvín frá suðurhluta Frakklands, Rhone eða Languedoc úr þrúgunum Syrah og Grenache.

Ódýr kostur: Vínin frá Cotes-du-Rhone eru frá suðurhluta Rhone-héraðsins, yfirleitt blanda úr Syrah, Grenache og stundum fleiri þrúgum. Þau kosta yfirleitt rúmar 2.500 krónur og ef valið er vín frá topp framleiðanda á  borð við Guigal eða Vidal-Fleury eru þau skotheld.

Dýrari kostur: Í norðurhluta Rhone er Syrah-þrúgan ríkjandi og vá hvað vínin þaðan geta verið góð. Cote Rotie og Hermitage eru stóru nefnin en það eru líka mjög dýr vín. Góður kostur er Crozes-Hermitage frá annað hvort Jaboulet (2.999 krónur) eða Chapoutier (3.550 krónur), vín af ekrunum fyrir neðan sjálfa Hermitage-hæðina. Svo má líka fara ennþá lengra suður þar sem þrúgurnar fá meiri hita í krydd og fara í unaðsleg vín á borð við hin mögnuðu Chateau l‘Hospitalet (5.559 krónur) risavaxið og suðrænt eða hið magnaða Mas du Soleilla Les Bartelles (4.295 krónur) sem minnir á heitan Cote Rotie.

FLEIRI HUGMYNDIR FYRIR GAMLÁRSKVÖLD ERU HÉR

Deila.