Cecchi Maremma Toscana 2018

Cecchi-fjölskyldan er gamalgróin vínfjölskylda á Ítalíu, ræturnar eru á Chianti-svæðinu en hún á nú fimm vínhús, fjögur í Toskana og eitt í Úmbríu. Vínin frá Cecchi hafa verið fáanleg hér á landi um nokkurra ára skeið og alla jafna eru þetta traust og fín vín sem skila miklu fyrir peninginn.

Maremma er vínsvæði á vesturströnd Toskana, þekktast fyrir vínin Morellino di Scansano. Hér gefst framleiðendum færi á að nota „alþjóðlegar“ þrúgur þótt Sangiovese sé vissulega sú algengasta. Í La Mora Maremma eru það hins vegar Merlot og Cabernet Sauvignon sem eru notaðar. Það er fagurrautt, þroskaður og fínn kirsuberjaávöxtur í nefinu, þurr sólber, vínið er ávaxtaríkt, það ber ekki mikið á eik þótt hún komi við sögu í víngerðinni, vínið þurrt með ferskri fínni sýru. Þrátt fyrir að hér sé Bordeaux-blanda á ferðinni er það ekki augljóst, þetta er fyrst og fremst vín sem er ítalskt, toskanalegt í stílnum.

80%

3.190 krónur. Frábær kaup. Fínt ítalskt matarvín.

  • 8
Deila.