Torri Cantina Merlot BIB

Vínin sem ræktuð eru úr eru með algengustu borðvínum Ítala og töluverðar líkur á því ef farið er inn á ítalskt veitingahús hvar sem er í heiminum að þau séu þar í boði. Meginþrúga héraðsins er Montepulciano en í þessu kassavíni er það hins vegar hin franska Merlot sem er notuð – þótt vínið beri engu að síður augljós einkenni uppruna síns. Dimmrautt, sætar plómur, rauð berjasulta og þurrkaðar kryddjurtir, timjan og marjoran. Vínið er lífrænt ræktað eins og önnur frá Torri-vínsamlaginu.

80%

8.790 krónur eða sem samsvarar 2.198 krónur per 75 cl. Þetta er virkilega fínt kassav´´ín, kjörhitastig vínsins er um 18 gráður og eins og oft með kassavín hafa þau ágætt af örstuttri loftun, t.d. með því að hella í karöflu/könnu áður en skenkt er í glös.

  • 8
Deila.