Marani Saperavi 2019

Við höfum áður fjallað um nokkur af þeim áhugaverðu georgísku vínum sem nú eru fáanleg í vínbúðunum. Saperavi er meginþrúga georgískra rauðvína og helstu einkenni hennar eru að vínin eru dök og sýrumikil. Það á svo sannarlega við um þetta vín frá Marani. Svarblátt nær ógegnsætt á lit með dökkri og djúpri angan, svört ber, sólber, krækiber, dökkt súkkulaði, tannín eru kröftug og halda þéttingsfast utan um vínið, Þau eru hins vegar ekki hvöss heldur merkilega mjúk, vínið þurrt, sýruríkt og massívt. Leyfið því að opna sig og njótið með bragðmiklum georgískum réttum.

Georgísku uppskriftirnar okkar má finna með því að smella hér.

80%

2.993 krónur. Frábær kaup, enn eitt ofurspennandi vín frá Georgíu.

  • 8
Deila.