Heilagur Patrekur ræður ríkjum um helgina

Dagur Heilags Patreks er nú um helgina, nánar tiltekið föstudeginn 17. mars, en hann er haldinn hátíðlegur víða um heim. Patrekur er dýrlingur Íra og þar í landi  og á öðrum stöðum þar sem fólk af írskum uppruna er áberandi, s.s. í Boston og Chicago er þetta mikill hátíðisdagur.

 Líkt og á undanförnum árum mun af þessu tilefni fjöldinn allur af börum og veitingastöðum vera með St. Patrick’s þema nú um helgina og bjóða upp á kokteila og drykki úr Jameson’s viský þeirra Íra. Alls eru staðirnir um þrjátíu sem taka þátt að þessu sinni, flestir í Reykjavík en einnig á Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri.

Hér á  götukortinu má sjá yfirlit yfir þá staði sem koma til með gera Jameson drykkjum hátt undir höfði þessa helgina.

Deila.